Super Sale í Maí – Hætt við

Super Sale útsalan í maí blásin af Vinsælasta útsala ársins hjá okkur, Drops Super sale, hefur því miður verið blásin af og verður enginn afsláttur af Drops garni í maí.

Ástæðan er sú að vegna Covid-19 hefur framleiðandi Drops garnsins neyðst til að draga úr framleiðslu vegna hráefnisskorts og getur því ekki annað eftirspurninni sem hefur fylgt þessum mánuði.Þó við systur séum, eins og aðrir, svekktar yfir þessum fréttum þá höfum við fullan skilning á þessum aðstæðum og vonum að úr rætist á næstu mánuðum.En að öðru – við erum að bíða eftir nýrri sendingu sem inniheldur m.a. garntegund sem er ný hjá okkur, LIMA.https://www.garnstudio.com/yarn.php?show=drops-lima&cid=14Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið þá bíða kassarnir eftir fari yfir hafið og vonum innilega að þeir komi í næstu viku 🙂Viljum við þakka ykkur öllum fyrir viðskiptin í vetur og erum mjög þakklátar ykkur fyrir að gera okkur kleift að halda þessu skemmtilega áhugamáli okkar áfram. Jafnframt viljum við senda öllum baráttukveðjur vegna 1. maí og stuðningskveðjur til þeirra sem hafa misst vinnuna síðustu daga.Með einlægri ósk um gott prjónasumar, Marta og Lilja.